mánudagur, maí 30, 2005
Í sveitinni er engin sturta... Ég var í sveitinni í 9 daga.. Hvað segir það okkur????
Síðan ég kom heim, er ég búin að hanga í sturtu!
Sirrý krotaði klukkan 11:02 af ástúð
+
+ +
föstudagur, maí 27, 2005
Komin heim úr sveitinni!
Sauðburðurinn vekk vel og það var alveg æðislega gaman! Hitti fullt af fólki sem ég hef ekki hitt rosalega lengi og það var æði! Ragnhildur var þarna stödd með Brynjari og Agli, Sigríður Ragna og Gummi með Óliver og Aron, Snorri og Sigrún komu líka með Áróru og Þorgils, Inga var þarna líka og Kristinn Bjarni og svo að sjálfsögðu afi og amma. Ingunn Bylgja kom svo að sjálfsögðu í kaffi og slúður sem var nú aldeilis ekki amalegt!
Ég tók að mér næturvaktirnar fyrstu dagana og gekk það sérlega vel. Kristinn Bjarni var með mér eina nóttina og var hann hörkuduglegur drengurinn! Svo voru Áróra og Þorgils líka með mér og gekk þetta allt eins og í sögu.. Þau fengu öll að hjálpa kind að bera svo að þau voru ansi lukkuleg með sig!
Undur og stórmerki gerðust þó þegar við Gummi tókum á móti 4 lömbum úr einni og sömu kindinni! Það hefur aldrei gerst áður á Vaðbrekku að kind hafi orðið fjórlembd svo að ég þykist vera ansi merkileg! En þetta gekk allt svakalega vel og var það glöð og sæl en þó afar þreytt Sigríður sem kom heim til sín á miðvikudaginn. Ég gæti ekki verið án sauðburðar!
Er svo bara búin að vera að vinna síðan ég kom heim. Binni farinn í frí og Birna stjórnar með harðri hendi á meðan! Vínbúðin er kvennaveldi eins og er!
Ætla að sötra smá, heyrumst síðar!
Sirrý krotaði klukkan 21:22 af ástúð
+
+ +
laugardagur, maí 14, 2005
Hvað getur gamla fólkið sagt???
Ég veit svarið við því vegna þess að Ásgerður systir mín kæra hárgreiðslukona, fann grá hár í höfði mínu!!! Já lesendur góðir, ég er orðin gráhærð!!! Bara samt nokkur hár, en ég meina...
Til að sporna við þessu öllu saman, ákvað ég að fá mér gelgjulokka í hárið mitt gráa... Já, það sem þið munuð sjá er þið hittið mig eru ansi rosa bleiiiiiikir lokkar! jú jú, 3 fallegir!
Á morgun liggur leið mín til Húsavíkur til MÖMMU!!! Ég get sko ekki beðið! Alir ættingjar mínir eru á leið til H+úsavíkur í fermingu, og þar sem ég er athyglissjúk með meiru, varð ég að mæta! Hvað getur maður annað gert?? Ætlunin var að skella sér á Akureyri í leiðinni, en ég bara hreinlega nenni því ekki! Allt sem ég þarf í lífinu er á Húsavík... MAMMA!!!! Og Guðrún systir! ÉG bara hef ekki hitt þær í óratíma og get ekki beðið! Svo mun Sigurgeir kallinn bíða mín hér á fallega staðnum þegar ég kem heim!
Svo þegar ég kem heim er ætlunin að bruna beint upp í Vaðbrekku í ljósmóðurstörfin...
Ég hreinlega elska sveitina mína... Var einmitt að horfa á Þak yfir höfuðið á Skjá einum í kvöld, og sá þar draumaeignina! Sveitabær í Breiðdalnum með fullt af ærgildiskvóta og ægifagurt einbýlishús... Í framtíðinni mun ég stefna á Bændaskólann á Hvanneyri og að verða bóndi út í sveit. Hvern hefði grunað það þegar ég var yngri?? Ég nennti varla að gera neitt í sveitinni á tímabili, vildi bara komast í burtu og hanga úti á lífinu... En með gráu hárunum kemur sannleikurinn... Ég vil vera sveitakona, ég uni mér hvergi betur... Ég er búin að vera hálf utanveltu undanfarna daga... Hugsa bara um sauðburð og sveitina og vil komast þangað sem allra fyrst... Finnst frábært að Alli frændi í Klausturseli vilji treysta mér fyrir fénu sínu... Enda segi ég það með miklum sannfæringarkrafti: "ég er og verð sveitakona!!!"

Þangað til næst! Sveitin er best, Vaðbrekka, hér kem ég!!!!!!!!!!
Sirrý krotaði klukkan 00:45 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, maí 05, 2005
Skilgreining á hinum ýmsustu kúkum... Kúkahúmorinn er að gera útaf við mig!!!
Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.
Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.
Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.
Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.
Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.
Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.
Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.
Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.
Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.
Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.
Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.
Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og rassgatið á þér með.
Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.
Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.
Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.
Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.
Sirrý krotaði klukkan 10:48 af ástúð
+
+ +
sunnudagur, maí 01, 2005
Ég ætlaði aldeilis að sækja mér tónlist á tonlist.is í morgun, skráði mig inn í gær og allt frábært bara! Hefst svo handa, en nei! Þá get ég ekki skráð mig inn í Firefoxinum mínum, heldur verð ég að nota Internet Explorer... Og Internet Explorer vafrinn er gjörsamlega ónýtur hjá mér! Djöfull er ég ógeðslega pirruð! Arrrrg!
Ég var að vinna í Valaskjálf í gær á Héraðsverskhátínni ógurlegu! Gekk nú upp og ofan reyndar, en ég vona að flestir hafi farið sáttir heim... En það var mikið stuð á fólkinu og allir að skemmta sér konunglega.. Nema kannski sá sem ákvað að skilja matinn og annað innihald maga síns eftir í vaskinum inni á karlaklósetti, með þeim afleiðingum að hann stíflaðist! Frekar ógirnilegt!
Í dag er ég svo að spá í að bjóða betri helmingnum mínum út að borða í tilefni dagsins! Það er baráttudagur verkalýðsins og við erum verkalýður! Snilldin ein!
En hamingjuóskir helgarinnar fær Ása Valdís fallegust af því að hún átti afmæli í gær! Til hamingju með afmælið elsku Ása, þú ert fallegust!
Sirrý krotaði klukkan 12:44 af ástúð
+
+ +