fimmtudagur, apríl 21, 2005
Gleðilegt sumar allir!

Suamrdagurinn fyrsti og ég er í fríi! Það er frábært að vera í fríi! er reyndar ekki búin að gera neitt merkilegt í dag, en aldrei að vita nema ég fari eitthvert í heimsókn.. Eða eitthvað!
Sigurgeir fór að vinna í morgun, þrátt fyrir að hann hafi átt að hafa frí.. Svo kom Aðalsteinn bró ekki heim í nótt!! hehehehe
Sirrý krotaði klukkan 10:50 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Það er svo greinilega komið vor. Það var staðfest í dag þegar ég sá risastóra randaflugu og setti í beinu framhaldi af því heimsmet í 100 metra hlaupi sem ALDREI verður slegið! Ég bókstaflega og gjörsamlega HATA randaflugur.. en svona í framhjáhlaupi þá dettur mér alltaf Steini Randver í hug þegar ég skrifa randaflugur??? Jahérnahér!
Á fimmtudaginn er svo sumardagurinn fyrsti.. Þá er ég í fríi. Það er nefnilega aldrei selt brennivín á sumardaginn fyrsta. Það finnst mér töff.. Af því að þá er ég í fríi..
En ég ætla að vakna fyrir 8 í fyrramálið til að líta eftir strákunum hennar Ragnhildar stórfrænku minnar. Hún er á kafi í skólanum svo að drengirnir voru settir í fóstur hjá Grétu "ömmu" á meðan.. Sem mér finnst afar mikil snilld af því að þá get ég hitt þá smá! Hitti þá alltof sjaldan. Ætla einmitt að fara að drífa mig norður einhverja helgina.. Kíkja á liðið, og fara svo heim aftur... Sem er gott, það er alltaf svo gott að koma heim aftur...
En núna held ég að mér væri hollast að koma mér í háttinn...
Síjúl8er!
Sirrý krotaði klukkan 00:06 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, apríl 13, 2005
Þetta er eitthvað það skrýtnasta sem ég hef lengi séð!
En að öðru, stefnan var sett á Akureyri um helgina, en ég verð að sleppa því vegna framkvæmdanna á Vaðbrekku. Agalegt að langa til að vera á morgum stöðum í einu!
En ég fer bara seinna, nógur er tíminn!
Er að fara til augnlæknis á eftir, sem er afar gleðilegt! Ég nefnilega sé orðið ekki rassgat!
Sirrý krotaði klukkan 09:47 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Vaðbrekka um helgina.. Rífa allt innan úr húsinu og gera við og bæta og breyta.. Sigurgeir, Aðalsteinn bróðir og Sveinbjörn fengu þetta krefjandi verkefni undir styrkri leiðsögn Danna afa.. Ég fæ hins vegar að elda! Jibbý!
En ein ljóskusaga af bróður mínum litla.. Hann hringdi í mig í gærmorgun og bað mig að fara í heimabankann fyrir sig og borga símareikning, það væri nefnilega búið að loka símanum hans. Ég var sofandi þegar hann hringdi, svo að ég náði nú ekki að svara neinu, skellti á og ætlaði aftur að sofa.. En eitthvað aftraði mér frá því að sofna af því að eitthvað var bara ekki rétt?!? Hljómaði eitthvað illa, svo ég rauk á fætur og hringdi í hann.. Þá var hann búinn að fatta þetta.. Hvernig gat hann hringt í mig ef það var búið að loka símanum hans!!? Döööööö!! Aðalsteinn bróðir minn er snillingur!
Sirrý krotaði klukkan 10:45 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, apríl 06, 2005
Heljarinnar teiti!
Spilakvöld í gær með nýja kærustuparinu í bænum og henni Evu.. Eva var reyndar bara alls ekki í sambandi, hugsanlega var hún stödd á Hornafirði í huganum þar sem Þröstur dvelst þessa dagana við vinnu sína... Nokkrum sinnum átti ég reyndar bágt með að kasta ekki upp yfir spilin mín vegna ótrúlegrar ástar í sófanum mínum.. úff úff...
Annars er nú svakalega lítið að frétta, Sigurgeir þurfti að bregða sér til Reykjavíkur á vörubíl til að sækja einhvern vélavagn.. Fór í gær og kemur aftur í dag.. Og að sjálfsögðu þurfti akkúrat að velja eina daginn í langan tíma þegar veðrið er vitlaust! Og það er ekkert skárra í dag.. hrmpf!
En mikið er ég ánægð með að sumarið komi bráðum.. er komin moð ógeð á snjó og kulda og langar bara að geta leikið mér úti á bikiníinu mínu með sundbolta.. Veit ekki alveg af hverju mér datt þetta í hug, en þegar ég sé þetta fyrir mér, þá lítur það fallega út! Fallega eins og ég!

Gæti reyndar litið einhvern veginn svona út, en ég hef alltaf verið hrifin af frjálslega vöxnu kvenfólki!
En að lokum langar mig að benda Steingrími á að leita til læknis út af tíðri ógleði sem ég hef rekið augun í hér á síðunni. Það hlýtur að vera óþægilegt að vera alltaf með æluna í hálsinum!
Rita síðar..
Sirrý krotaði klukkan 09:43 af ástúð
+
+ +
sunnudagur, apríl 03, 2005
HÖTTUR ER KOMINN Í ÚRVALSDEILDINA Í KÖRFUBOLTA!!!!!!
Strákarnir gjörsamlega rústuðu leiknum, unnu 91-56.. Þar með höfðu þeir unnið 2 sigra í úrslitarimmunni sem dugði þeim til að ná sætinu góða!
Þetta var hin allra besta skemmtun sem ég hef lengi orðið vitni að! Húsið var gjörsamlega smekkfullt og stemmingin var gríðarleg! Eugene átti stórleik, skoraði 35 stig, og Kalli skoraði 19 stig! Algjörlega frábært! Svo má ekki gleyma því að Nökkvi skoraði líka!! :)
Innilega til hamingju strákar!
Sirrý krotaði klukkan 22:44 af ástúð
+
+ +
laugardagur, apríl 02, 2005
Jæja, börnin komin og farin. Ég bara trúi varla hversu mikið er hægt að sakna barna sem að maður á ekki sjálfur :( Þau eru svo yndisleg og gefa manni svo mikið.. Svo mikla ást og hlýju og stundum hugsar maður með sér hvað maður hafi gert til að verðskulda þetta.. Ég sakna þeirra endalaust..
Bryndís mín fagra byrjaði reyndar heimkomu sína á því að næla sér í pest. Elsku skinnið litla, en vonandi batnar henni nú fljótt.. Hrafnkell er svo mikil elska, alltaf að gefa manni svo margt og segja svo marga fallega hluti. Bryndís er líka svo mikið æði og hún er orðin svo fullorðin. Ég man þegar ég hitti þau fyrst, ég var að deyja úr stressi en samt svo ánægð með að hafa börn í kringum mig.. Þá var Bryndís bara barn ennþá, svo ljúf og góð við mig. Ég bara dáist að því hvað þessi börn hafa tekið mér vel, aðkomuhlut eins og ég ætti í rauninni að teljast :)
En hann Hrafnkell minn var hjá honum pabba mínum aðeins í fríinu og þeim er svo sannarlega vel til vina. Í sumar verður Hrafnkell t.d. þess heiðurs aðnjótandi að fá að fara á hreindýraveiðar... AFTUR! Já, hann er nefnilega svo frægur að hafa fengið að fara einu sinni áður og hann hreinlega elskaði það! Og ekki var það heldur leiðinlegt að hann er svo mikið ljós að það þarf ekkert að hafa fyrir honum. Hann var allra manna stilltastur og gerði nákvæmlega eins og honum var fyrirlagt! Já, það er ekki amalegt að eiga ponsu hluta í svona hetjum :)
Og hún Bryndís er svo dugleg. Þessa 2 daga sem að við vorum að vinna við Sigurgeir þá skellti hún sér bara í sund alein. Já, hún er sko algjört ljós hún Bryndís :) Fór alein í sund, og labbaði svo bara heim til Sigga ,,afa" þegar sundinu var lokið.
Mig langar líka að þakka Steinunni, Guðrúnu og að sjálfsöfðu pabba fyrir að vera með þau fyrir okkur og leyfa þeim að vera alveg þau sjálf, eins og þeim líður að sjálfsögðu best :)
Takk fyrir allt allir :)
Sirrý krotaði klukkan 00:28 af ástúð
+
+ +