sunnudagur, febrúar 27, 2005
Barkafréttir...
Fanney frænka varð 3ja
Katrín var 2,
Lilja Kristín kom, sá og sigraði!¨
Steinunn systir mín var langflottust og ég er að springa úr stolti....
Sirrý krotaði klukkan 21:14 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
bloggedí blogg segir fólkið!
Þannig er nú mál með vexti að ég gleymdi að borga símareikninginn, og svo þegar átti aldeilis að greiða, kom í ljós að mánaðarmótin voru greinilega að nálgast óþarflega hratt!! En ég mun aftur verða nettengd á þriðjudaginn þegar hin gleðilegu mánaðarmót koma! Og þökk sé KB banka mun ég eiga ótrúlega mikla peninga! Eða sko, eitthvað!
En á morgun gerast hlutirnir... Steinunn systir mun stíga á stokk í Barkanum... Og Sigríður stóra systir (semsagt ég!!!!!) er að springa úr stolti og tilhlökkun... ég bara hreinlega get ekki beðið! Fjölskyldan ætlar að fjölmenna á svæðið, mamma og Guðrún ætla að kaeyra alla leið frá Húsavík, Ásgerður og hennar fjölskylda mun mæta og pabbi ætlar að skella sér.... Að ógleymdum mér og Aðalsteini sem ætlum svo sannarlega að mæta!! SVO GREINILEGA!!!
En ég er að stelast í þessari tölvu sem ég pikka á núna, vona bara heitt og innilega að eigandinn labbi ekki inn, þar sem hann mun ekki verða glaður.... Þessir karlmenn...
Læt samt vita fljótlega hvernig Barkinn fer!
Sirrý krotaði klukkan 23:04 af ástúð
+
+ +
mánudagur, febrúar 14, 2005
já, svo mörg voru þau orð! hehehehe...djók!
Er að prufukeyra fartölvu, og hvað gerir allt vitiborið fólk þegar það sest fyrir framan tölvu??? Jú, það bloggar! Hef samt ekkert að segja, finnst það skítt en svona er það bara...
Hvernig læt ég samt... Ekkert um að blogga?? Að sjálfsögðu blogga ég um klúbbakvöldið ógurlega á laugardagskvöldið... samt eiginlega ekkert meira um það að segja, en það var gaman!!
Alli bróðir var ansi nakinn og allur út í rjóma... það reyndar finnst mér ekki æsandi eða fallegt, en það var fyndið...
Eeeeen.. þessi tölva virkar fínt, sííðar!
Sirrý krotaði klukkan 23:27 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Kominn tími á örfá orð...
ég er bara alltaf á kafi í áfengi, allan allan daginn brjálað að gera!
Það er nú reyndar kannski ofsögum sagt, en innan um áfengi er ég þó alla daga! Sem er gaman...
En á milli þess sem ég er í vinnunni þá hangi ég á Cafe KHB hjá Ásu minni. Við Sigurgeir erum orðin þar fastagestir og er það afar gleðilegt! Einhver verður nú að fylla plássið hans Steingríms þegar hann yfirgefur svæðið til að smala á Akureyri.
En annars er nú alltaf allt að gerast í ræktinni blessaðri! Fór í box í gær og í dag labbaði ég eins og mörgæs! Birna vinnufélagi sagði reyndar að ég liti út eins og kona komin á 9. mánuð með allsvakalega grindargliðnun!
En er að fara í háttinn, afrekaði það nefnilega í morgun að sofa yfir mig í vinnuna.... Sem er afar slæmt þar sem vinnutími minn hefst 12 á hádegi!! hahahaha!!
Sirrý krotaði klukkan 22:57 af ástúð
+
+ +
laugardagur, febrúar 05, 2005
Er ég á lífi??? Já, það er ég svo sannarlega!!!
Ég er búin að vera á leiðinni að blogga í marga daga, hef oft sest fyrir framan tölvuna til að skella mér í þetta, en fer ævinlega að gera eitthvað annað!
En núna liggur mér mikið hjartans mál á hjarta! HVAÐ ER AÐ SVEITUNGUM MÍNUM??? Þorrablóti á Skjöldólfsstöðum hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku? Og hvað? Ég held að það sé best að segja ekki meir, þar sem ég bara hef ekki taugar í það!! Ég bara á ekki til orð! Ekki einn, já ekki einn einast sveitungi minn skráði sig til þátttöku!!! Æ, þið um það...
En ég er aldeilis að standa mig í ræktinni... Hreyfi mig samviskusamlega 6 sinnum í viku og er aldeilis farin að sjá árangur... Reyndar bara þegar ég er ekki í fötum, en það er í lagi! Ég stend langdvölum fyrir framan spegilinn nakin og dáist að slétta og fellda botninum mínum! Úhúúú!
En í vinnunni er sérdeilis gaman... Alltaf nóg að gera (hóst) og endalaus gleði! Það er bara svo gaman að vinna í Vínbúðinni! Vín vín vín..... Bjór bjór bjór! Það er líf mitt og yndi! Og vitiði hvað? Síðan ég byrjaði í nýju vinnunni, er ég búin að hitta urmul af fólki sem ég hef ekki séð árum saman! Það er fyndið! Og það fyndnasta að allt þetta fólk hefur ekki verið neins staðar annars staðar en hérna á svæðinu, ég hef bara greinilega verið orðin bæld! Og það er ömurlegt! Einu sinni var ég talin athyglisjúk, sem mér fannst nú reyndar bara bull, en núna þá er ég að vinna hörðum höndum að ná mér upp úr deyfð dauðans! Og það er sko aldeilis að takast!
Um síðustu helgi skellti ég mér til dæmis til Akureyrar á Sálarball! Og oh my dog, Stebbi Hilmars hann yngist með árunum, svei mér þá! En já, á laugardeginum hringdi Ívar plebbos í mig um 5 leytið og vélaði mig, saklausa sveitastúlkuna, í road trip! Lögðum af stað um 7 og lentum í bráðum lífsháska á leiðinni! Það nefnilega fauk yfir okkur vegurinn í bókstaflegri merkingu! Og mér fannst það fyndið, alveg þangað til ég sá tjónið á bílnum! En hann fær það bætt drengurinn, svo að þetta er aftur orðið fyndið!
En já, við skelltum okkur á dansleik með félögunum, sem reyndar voru margir hverjir í misjöfnu ástandi! Nefnum við ekki nein nöfn, en einhverjir hefðu mátt róa sig á barnum! Og takiði eftir, ég var sallaróleg! Edrú að mestu og í gríðarlegu geymi! Hitti Bensa frænda á dansleiknum, þekki hann afar lítið, en það var samt gaman! Það var samt ansi troðið á dansleik, en það var bara líka skemmtilegt! Fór svo heim til Öbbu og Auðar, lagðist í sófann og lét fara vel um mig, þangað til að Abba kom heim... Með frítt föruneyti! Förum ekki nánar út í það, en það var fyndið!
Svo daginn eftir var ég bara aftur kominn heim, sólahringi eftir að ég lagði af stað! Það er eiginlega ógeðslega fyndið! :)
En núna ætla í ég í verslunarferð með kallinum mínum skemmtilega og fallega! Síííííðar!
Sirrý krotaði klukkan 11:47 af ástúð
+
+ +