þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Ég er á lífi!!
Er komin í vinnuna, er nefnilega netlaus heima eins og er!
Ekkert að frétta svosem, erum ennþá að skrapa veggi heima, erum búin að vera óendanlega löt síðustu daga, en um helgina munu hlutirnir gerast..
En smá um þjóðfélagsumræðuna.. Skattalækkun er náttúrulega aðal umræðuefnið þessa dagana og ég segi þumlar upp! Ég blæs á allt tal um að þetta sé bara fyrir þá sem eru best settir í þjóðfélaginu. Þetta er jöfn prósentulækkun, og þeir sem eru með hærri laun en aðrir hafa unnið fyrir því.. Hvers vegna ættu þeir sem hafa hærri laun að borga meiri skatt? Er það jafnrétti? Ekki aldeilis! Fólk sem hefur hærri laun hefur unnið fyrir þeim. Haldiði t.d. að fólk sem hefur milljón á mánuði geri ekkert en fái samt svona há laun? Frekar finnst mér að fólk ætti að sjá þetta sem hvatningu til þess að mennta sig og hætta þessu endalausa rausi um ójafnrétti!
Svo er það þetta með hækkun skatta á sterkt áfengi og tóbak. Við því segi ég líka þumlar upp! Þetta verður til þess að ég mun hætta að drekka og hætta að reykja, ellegar fara á hausinn! Og hvað gefur það mér? Jú, betri heilsu og betra líf!!!
Bann við reykingum á veitingastöðum... HÚRRA!!! HÚRRA!!!
Meira hef ég ekki að segja í bili... bæææææjó!
Sirrý krotaði klukkan 16:49 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Vinsamleg (eða kannski ekki svo mjög vinsamleg) tilmæli til kattaeiganda í Fellabæ..
Andskotisti til að drullast til að halda þessum helvítis andskotans kattarhelvítum heima hjá ykkur.. Til hvers eruði með ketti? Til að þeir séu að koma inn heima hjá mér og gera mig vangefna? Næst þegar þetta helvíti kemur inn hjá mér, eða stendur vælandi fyrir utan hjá mér, þá fer ég með hann beinustu leið til dýralæknis og læt svæfa hann. Er búin að fá mig fullsadda af þessu.. Og sennilega halda einhverjir að ég sé með óþarfa læti, en þetta er bara gengið fulllangt.. Á hverju EINASTA kvöldi er eitthvert kvikindi að reyna að komast inn hjá mér.. Ef mig langaði til þess myndi ég fá mér kött, en það er það síðasta sem mun gerast í þessu lífi!
DRULLISTI TIL AÐ HALDA ÞEIM HEIMA OG GEFA ÞEIM AÐ ÉTA, VEGNA ÞESS AÐ ÉG GERI ÞAÐ EKKI!!
Sirrý, búin að fá nóg og miklu meira en það!!!
Sirrý krotaði klukkan 15:52 af ástúð
+
+ +
mánudagur, nóvember 22, 2004
Á næturvakt, á næturvakt, er skemmtilegt að vera!!! Eða eitthvað.. Sit hér með Ragnhildi Ben. ofurfrænku og hingað inn hefur ekki sála hringt í 45 mín. Það er slappt...
En á meðan ekkert var að gera, þá dundaði ég mér í síðunni minni.. Bætti inn nokkrum tenglum. Ástu í símabúðinni, Tannsmiðnum sem fær mig til að grenja úr hlátri, Bumbubúanum hennar Erlu frænku, Afríkublogginu hennar Ingibjargar Ýrar, Elmari breka syni Helgu Salóme, Kristínu Ilmi dóttur Valdísar og síðast en ekki síst henni Kolbrúnu minni!
En hvað skal segja. Málningarskröpunin gengur þokkalega, og vonast ég til að geta byrjað að mála einhverja næstu daga. Fyrst þarf að sjálfsögðu að heilspartzla vegginn rauða, en ég kann það ekki! Sigurgeir er því dæmdur til að gera það!
En jólin eru alveg að koma, það er sko EKKERT grín!! Og ég er smátt og smátt að breytast í lítið barn. Hef á tilfinningunni að Sigurgeir sé kominn með leið á þessari setningu: "sjáðu bara, það er búið að setja upp jólaseríur hjá þeim!!" Þessa setningu hefur hann fengið að heyra allsvakalega reglulega, þar sem að honum finnst ég alveg geta beðið með ljósadýrðina til 1. des allavega! Við sjáum til hvað ég er sannfærandi!
En ég ætla að bruna til múttu á Þorláksmessu og eyða jólunum hjá henni og litlu systkinum mínum, og er það nú ekkert til að slá á tilhlökkunina fyrir jólunum! Það er svo langt síðan ég hef verið hjá mömmu, að mig langar bara að gráta úr gleði við tilhugsunina! Og ég er svo sannarlega byrjuð að telja niður dagana... 32 dagar í jólagleðina hjá mömmu á Húsavík!
Ég ætla að vona að jólasveinninn komi líka til Húsavíkur eins og hann kom alltaf til Vaðbrekku. Kertasníkir gaf mér nefnilega alltaf í skóinn þar eins og litlu systkinunum! Og svo finnst mér svo frábært að geta skreytt jólatréð með stelpunum á Þorláksmessukvöld og hengt upp borða og skraut, alveg eins og á Vaðbrekku. Og hver veit nema mamma hafi enn þann siðinn á að skúra og bóna eftir að allt er skreytt þá um kvöldið...?
Jæja, núna er ég komin með spennuhnút í magann.. Get ekki beðið eftir að komast til mömmu...
Bið að heilsa ykkur öllum í bili.. Ekki gleyma gestabókinni og kommentunum.. Það er svo gaman að fá kveðjur :)
Sirrý krotaði klukkan 03:50 af ástúð
+
+ +
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Jæja börnin mín... þá er það næturvaktin eina ferðina enn!
Núna er ég samt ekki ein, heldur eru stórfrænka mín Ragnhildur Ben. og ofurskutlan Þorbjörg með mér.. Og það er sko gleðilegt!
Heima hjá mér er allt á öðrum endanum.. Forstofuhúsgögnin eru öll í einum hnapp í eldhúsinu, og vinnum við skötuhjúin myrkranna á milli við að skrapa málningu af rauða veggnum. Mikið agalega verður þetta fallegt, í stíl við mig að sjálfsögðu!
Svo eru jólin alveg að koma, það eru bara 33 dagar þangað til! Og hvað er gleðilegra en jóladagatalið sem verður sýnt í Ríkissjónvarpinu þetta árið..? Á BAÐKARI TIL BETLEHEM!! Hvað er það endalaust frábært!? Ég man það eins og það hafi verið í gær þegar þetta var síðast sýnt og ég hélt ekki vatni yfir þessu þá! Og núna, eftir því sem árin færast yfir gömlu konuna mig, þá á ég orðið erfitt með að halda saur yfir þessu í þetta skipti! Og í gleði minni leggst á bæn um það, að á næsta ári sýni þeir mér Bláma og FRUNTALEGU KERLINGUNA!!! Þá er nú líka ansi hrædd um að ég komi til með að æla yfir mig alla af spenningi!! Já, það er erfitt að vera gamall og spenntur!
Svo er fyrsti í aðventu um næstu helgi og þá vona ég að íbúðin verði komin í stand... Hvers vegna? Jú, þá mun Sigríður taka upp jólaseríurnar!! Ég bara get ekki beðið..! Svo er ég farin að raula jólalögin í laumi, en brátt mun ég garga þau fram af húsþökum!!
En já, kominn tími til að vinna. Ekki að það sé eitthvað að gera, nei...
Sirrý krotaði klukkan 04:24 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Úr kennslubók í heimilisfræði:
Svona var þetta í gamla daga...Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.
1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.
2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.
3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.
4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.
5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.
6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.
7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.
8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.
9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.
Já já, einmitt!! Glætan að ég hefði farið í heimilisfræði árið 1950!! Allavega er alveg morgunljóst að ég hefði skííítfallið!!
Sirrý krotaði klukkan 21:39 af ástúð
+
+ +
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Ein næturvaktin enn...
Alein í húsinu að vanda. Steinunn systir kom reyndar í heimsókn, það var afar gleðilegt.. Það er bara svo leiðinlegt að vera svona einn, og hafa engann að tala við þegar ekkert gera.. Eins og raunin er núna.. Og svo þegar hin dularfullu hljóð í ofnunum og öllum lögnum byrja að hljóma eins og sinfónía í eyrum mér.. *hrollur*
Það er sko allt í lagi að vera hérna einn í smá stund, en ég er orðin á því að það sé ekkert sniðugt í 10 tíma... Hvað þá 2 daga í röð.. Æ, skiptir ekki máli..
En svo komum við að fólkinu sem hringir.. Hverjar eru líkurnar á því að ég heyri eitthvað þegar fólk stillir sér upp fyrir framan hátalarana á skemmtistöðunum? Uuuu, engar! En gerir fólk þetta? Uuuu, já! Annar hver maður sem hringir!
En annars er lítið að frétta svosem.. Enda, hvað ætti svosem að vera að frétta þegar maður hittir ekki neinn?
Sirrý bitra kveður..
Sirrý krotaði klukkan 02:48 af ástúð
+
+ +
laugardagur, nóvember 13, 2004
Jæja jæja, þá er það næturvakt...
Fullt að gera, eða ekki fullt, bara smá!
Er aftur alein í húsinu... Frekar spúúkí!
En ég er nagli svo að þetta er í lagi!
Síðar :)
Sirrý krotaði klukkan 01:31 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Var á blogg og netsíðurúnti og rakst þá á þetta! Mikið rosalega sakna ég þessara þátta, gæfi nánast allt til að ná mér í nokkra þætti!!
Ef einhver veit hvort að það er mögulegt, láti mig vinsamlegast vita áður en ég dey úr söknuði!
Bangsi bestaskinn rúúúúlar!
Sirrý~greinilega á næturvakt og hefur ekkert við tíma sinn að gera!
Sirrý krotaði klukkan 02:24 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Ég er að vinna til 4 í nótt... Ég er alein í húsinu.. Og hvað get ég gert? Jú, auðvitað bloggað!
Hvað er efst á baugi í mínu lífi? Ekki mikið.. Er að fara að vinna 2 næturvaktir um helgina og er líka að fara að vinna eitthvað í Vínbúðinni.. Nóg að gera.
En Olíumálið er mér ofarlega í huga.. Hvernig dettur fólki í hug að haga sér svona? Og þess þá heldur að kaupa sér heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum til að biðjast afsökunar? Mér datt helst í hug að fara með blöðin og troða þeim þversum eitthvert sem að sólin ekki skín á þessum #$%/&%$#"%$ fávitum.. Næsta sem mér datt í hug var að fara að fylla bílinn af bensíni í Esso, keyra í burtu án þess að borga, og kaupa mér svo auglýsingu í fréttablaðinu á morgun og biðjast afsökunar! Það hlýtur að duga...
Svo annað? Hvað á að gera í þessu máli? Láta olíufélögin borga sekt? Sem rennur hvert? Mun það lækka bensínverðið? Er ansi hrædd um ekki..
Og svo hann Þórólfur borgarstjóri.. Mikið er ég fegin að hann fékk vitið loksins og sagði af sér. Þvílíkt og annað eins rugl að halda það virkilega að honum sé stætt í starfinu áfram?! Hefði verið sérstakt þegar Reykjavíkurborg fer í mál við olíufélögin að hafa mann sem er meðsekur í ruglinu í efstu stöðu! Og mikið að maðurinn fór ekki að grenja, honum fannst svo á sér brotið! Jesús minn almáttugur!
Nýr borgarstjóri tekur svo við núna 30. nóvember. Steinunn Valdís, konan með ofurögru röddina! Það verður gaman að sjá hvernig henni tekst til, en reyndar enn meira gaman að sjá Sjálfsstæðismenn vinna borgina aftur í næstu kosningum!
En að öðru aðeins skemmtilegra dæmi. Læknirinn minn á Landspítalanum hringdi í mig í dag og útskrifaði mig! Sem verður að teljast afar gleðilegt! Og núna hef ég strengt þess heit að fara aldrei á spítala framar.. ALDREI! Ég ætla að fæða börnin mín heima hjá mér... punktur og pastaskrúfur!
En hvað skal segja, næturvaktin er að fara ansi rólega af stað... Mætti í partýið kl. 10 og verð til 4 eins og ég hef reyndar áður sagt.. En mikið rosalega er nú lítið að gera! Sem er ekki alveg nógu sniðugt, vegna þess að þá er tíminn helmingi lengur að líða... Finnst líklegt að ég fari á blogg/gestabókarrúnt!
En meira hef ég ekki að segja í bili! Farið varlega og passið ykkur á myrkrinu!
Sirrý kveður, hress og kát! :)
Sirrý krotaði klukkan 23:26 af ástúð
+
+ +
mánudagur, nóvember 08, 2004
Hef bætt inn nýjum bloggara og er það hún Dagmar Ýr æskuvinkona mín... Því miður hefur sambandið dofnað, en með hjálp internetsins get ég þó allavega fylgst með henni úr fjarlægð og saknað hennar í hljóði...
Hér finnið þið Damsínu..
Sirrý krotaði klukkan 10:33 af ástúð
+
+ +
Komin heim og mætt í vinnuna... Sem hefur ekki gerst síðan 22. okt!
Köben var snilld! Falleg borg og margt að skoða...
Flugum beint frá Egilsstöðum á fimmtudaginn og vorum lent í Köben um 21.00 að staðartíma... Fórum beint upp í rútu og upp á hótel. Hótelið var á besta stað í Köben, alveg við ráðhústorgið og við hliðina á Strikinu!
Fórum aðeins á röltið svona, drukkum bjór, versluðum, löbbuðum, skoðuðum, drukkum bjór, versluðum, borðuðum mat, löbbuðum aðeins meira og drukkum svo meiri bjór!
Fórum svo út að borða í boði Yls á laugardagskvöldið.. Frábær matur, frábær bjór og mikið gaman! Fórum svo á nokkra skemmtistaði og drukkum bjór og fórum svo seint heim.. En ekki eins seint og Sveinbjörn!!
Svo komum við heim í gær.. þreytt en glöð eftir ánægjulega ferð!
Og svo fengum við heimsókn í gærkvöldi, Steingrímur kom og sýndi vinkonuna! Og hann fær !THUMBS UP! frá mér og kallinum! Myndarstúlka!
En nóg af bulli, ætla að drullast til að vinna eitthvað svona fyrst að ég drullaðist hingað loksins!
Bless í bili!
Sirrý krotaði klukkan 08:05 af ástúð
+
+ +
laugardagur, nóvember 06, 2004
Ju ju...
Sigridur bloggar fra Køben!
Tvilikt stud i Køben, tad er stadurinn!
Halo allir heima, kem hem a morgun, og er ordin spennt ad hitta vinkonu hans Steina!!
Steingrimur Randver, tu ert skildugur til ad kynna okkur fyrir henni! Vid bidum spennt!!!
Køben kvedjur!!
Sirry snarklikkada!
Sirrý krotaði klukkan 23:04 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Ég er komin heim...
Útskrifaðist af spítalanum kl. 17.00 í gær og tók fyrsta flug austur í sæluna!
En já, fyrir þá sem ekki vita er ég semsagt búin að vera á spítala síðan föstudaginn 22. okt. Fór að finna fyrir afar skrýtnum svima og dularfullu máttleysi og doða í hægri handleggnum í vinnunni á föstudaginn í síðustu viku. Ákvað að fara til læknis hérna á Egilsstöðum, sem að sendi mig beint suður í nánari rannsóknir... Ég hélt að ég fengi að fara heim strax aftur en sú varð aldeilis ekki raunin...
Ég var lögð inn á B-2 taugalækningadeild strax um kvöldið og lá ég þar í afar góðu yfirlæti í 10 daga á meðan unnið var að rannsóknum og á meðan ég var að ná upp einhverjum mætti í handleggnum, sem gekk eitthvað hægt...
En núna er ég öll að koma til, og er tilbúin í Danmerkurreysu á fimmtudaginn!! Ja ja ja! Gaman að því!
En mig langar að þakka þeim fjölmörgu sem glöddu mig með heimsóknum og hringingum á meðan ég var að rotna úr leiðindum á spítalanum..
Berglind, takk fyrir allt í heiminum! Takk fyrir að sækja mig á flugvöllinn, takk fyrir að vera óþreytandi við að koma að heimsækja mig dag eftir dag, takk fyrir gistinguna og bara allt! Veit ekki alveg hvernig ég hefði farið að án þín!
Aðalsteinn og Jóna, takk fyrir að færa mér sokka, inniskó og pakka! Það var gaman!
Hrafndís og Gísli, takk fyrir innlitið, skemmtunina á sunnudaginn og um kvöldið og bara að vera svona miklir snillar!
Ævar bró, takk fyrir að bjarga lífi mínu með því að lána mér ferða-dvd spilarann þinn og myndir! Án hans hefði ég hreinlega dáið!
Sigmar Jón, takk fyrir að koma í heimsókn og færa mér fallegustu blóm sem ég hef séð og konfektið! Klikkar ekki á því hann Simmi! Og já, auðvitað allar dvd myndirnar sem komu sko aldeilis að góðum notum!
Steini, takk fyrir að koma alla leið að austan (trúi ég því stafastlega að það hafi verið eina ástæða fararinnar!! je rægt!) Það er svo gaman að fá fallegt fólk í heimsókn ;)
Anna Marín, takk fyrir allar 4 eða 5 heimsóknirnar fyrsta laugardaginn! OG að nenna að koma með allar bækurnar! Takk takk takk!
Ingunn Bylgja, takk fyrir gistinguna, heimsóknina, takk fyrir að reykja með mér síkarettur og bara fyrir að vera svo mikill snillingur! Takk!
Helena sem var með mér í stofu, takk fyrir allt spjallið og peppið og samveruna. Ég vona innilega að allt eigi eftir að fara vel hjá þér og ég mun senda þér góða strauma :)
Heiða stofufélagi, takk fyrir að vera svona yndislega rugluð og allar reykingaferðirnar...
Og allir læknarnir, Haukur og Gottskálk(held að það sé skrifað svona, en það skiptir ekki máli af því að hann er fallegur!) Þetta eru yndislegir læknar! Og svo allt starfsfólkið og öll gleðin! Gaman að þessu og takk fyrir allt!
Og allir hinir sem ég er að gleyma, takk fyrir allt!
Núna er ég búin að vera ansi lengi að skrifa þetta þar sem að hægri höndin lætur ill að stjórn, svo að hér set ég punkt.
Heyrumst síðar!
Sirrý krotaði klukkan 14:21 af ástúð
+
+ +