miðvikudagur, mars 31, 2004
Ég ákvað að taka Nick McHenry út... Mig var farið að dreyma manninn á nóttunni! Og síðasti draumur gerði útslagið... Þá var ég að hafa við hann villt ástarmök og ákvað í framhaldinu að gera breytingu á. Þið vitið þá hvað hefur gerst ef þær stöllur, Britney og Madonna, hverfa snögglega!
Later...
Sirrý krotaði klukkan 15:24 af ástúð
+
+ +
jæja jæja jæja... hehehehe!!
Sirrý krotaði klukkan 10:18 af ástúð
+
+ +
Ég í IDOL!!!
Sirrý krotaði klukkan 10:13 af ástúð
+
+ +
hahahahahahahaha!!!!!!! ég er pervert!!! hehehehehehehehe
Sirrý krotaði klukkan 10:09 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, mars 30, 2004
Jæja, ætli sé ekki kominn tími á að blóka..
Ég er loksins mætt í vinnuna eftir viku veikindafrí.. Bakið er alveg að fara með mig.. Ég minni helst á gamla konu þegar ég staulast um. Sigurgeir átti samt afmæli á sunnudaginn, loksins orðinn fullorðinn! hehe.. Ég staulaðist við að baka vöfflur, átti samt heldur erfitt með að hræra deigið svo að Sveinbjörn hjálpaði mér! svo eldaði ég stórsteik og buðum við skötuhjúin þeim Svinbirni og Guðjóni að matast með okkur! Aldeilis góður dagur sem þetta var!
En í bakveiki minni er hún Kolla mágkona mín alveg búin að bjarga mér! Hún er búin að létta mér lífið með visku sinni og gleði.. Og af gleðinni hefur hún aldeilis nóg! Ekki dauð stund þegar hún er nálægt! Hún er frábær!
Svo komum við að mestu gleðinni... BÖRNIN ERU AÐ KOMA Á FÖSTUDAGINN!!!! Þvílík endemis gleði.. Við Sigurgeir erum orðin svo spennt að við eigum erfitt með að sofa á nóttunni.. Þau lenda hér á Egilsstaðaflugvelli kl. 19.00.. Og ennþá meiri gleði er það að ég er í fríi alla helgina! *bros*bros*bros* Ég er svo kát!!
En þá eru það hamingjuóskir dagsins!
Sveinbjörn litli (eða alltsvo er hann yngri en ég!) frændi minn er 20 ára í dag.. Til hamingju með það Litli!!! Og af því tilefni ætlar hann að bjóða fjölskyldunni í kaffi á laugardaginn! Og að sjálfsögðu mæti ég þangað, með pakka!!
Svo fær Guðfinna Harpa kossa og knús vegna þess að hún er 22 ára í dag!
En segi þetta gott í bili...
Sirrý krotaði klukkan 15:41 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, mars 25, 2004
Jáháhá!!!
Sirrý krotaði klukkan 10:27 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, mars 24, 2004
Í dag verður til grafar borinn Árni Þór Bjarnason sem yfirgaf þetta líf í hörmulegu slysi á virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar. Mig langar minnast þessa mikla manns með nokkrum orðum. Ég þekkti Árna lítið, en kannaðist vel við hann úr Snjósleðasportinu. Þar var hann sannarlega á heimavelli. Bróður mínum var hann mikil fyrirmynd á þessu sviði og mun hann búa að því alla ævi að hafa fylgst með honum í íþróttinni.. Af Árna heyrði maður aldrei neitt nema gott. Hann var vinur vina sinna og einstakur drengskaparmaður..
Mig langar að votta aðstandendum og vinum Árna mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng verða ykkur styrkur á þessum sorgardegi..
Árni Þór, hvíl í friði..
Sirrý krotaði klukkan 12:32 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, mars 23, 2004
Hæ, ég er sko ekkert að nenna að blogga... ég er að drepast í bakinu og er búin að vera gjörsamlega út úr kortinu síðustu daga.. get rétt svo gengið.. Ekki gaman..
Er núna að fara að sofa, get ekki setið svona lengi....
Góða nótt..
Sirrý krotaði klukkan 23:41 af ástúð
+
+ +
laugardagur, mars 20, 2004
Komin heim........ :)
Mikið er gott að koma heim eftir svona langa fjarveru.. Maður lærir einhvern veginn að meta allt sitt upp á nýtt.
Kom semsagt heim í gær eftir viku dvöl í Reykjavík. Bjó þar í góðu yfirlæti hjá Stóra bró, honum Ævari.. Gerði samt eiginlega ekki neitt alla vikuna, slakaði bara á og lét mér líða vel! Var ekkert að hangsa í búðum eða neitt, kíkti samt í Smáralindina í gær, sem er að sjálfsögðu skylda... Hitti hana Ingunni mína, sem ég kýs að kalla Smáralindarvin minn! Svo fór ég með big bró að sjá upptöku á viltu vinna milljón, þar sem ég komst að því að sjónvarp er heimur blekkinga...
En Ingunn sótti mig semsagt upp í Kópavog í gær, og var ferðinni heitið í kaffi heim til hennar áður en Smáralindin yrði skoðuð. Á leiðinni til hennar komst ég að því að Reykjavík er að breytast í stórborg sem mér líst alls ekki á.. Við vorum stopp á rauðu ljósi, þegar ég rek augun í mann sem liggur á gangstéttinni á Kringlumýrarbrautinni. Sveitabarninu mér brá óneitanlega og að sjálfsögðu stoppuðum við til að athuga hvað hefði komið fyrir.. Maðurinn hafði verið að hjóla og sennilega fengið flogakast eða eitthvað þvíumlíkt.. Við stumruðum yfir manninum og fljótlega fór fólk að flykkjast að. Rétt eftir að við stoppuðum kom þarna að kona sem er að vinna í Morgunblaðshúsinu sem er þarna eilítinn spotta í burtu. Og þá fór mér nú ekki að lítast á blikuna! Maðurinn var búinn að liggja þarna heillengi og engum datt í hug að stoppa fyrir honum og hjálpa! Hvað er eiginlega málið!!?! Hvers konar veröld búum við í eiginlega? Við vorum búnar að sjá fullt af bílum keyra framhjá.. Eins og það sé bara daglegt brauð að fólk liggi á gangstétt, greinilega hjálparþurfi! Og takið eftir því, það var ekki eins og það væri eitthvað mál að stoppa, vegna þess að akkúrat þar sem maðurinn lá var útskot, svo að ekki var nú eins og fólk hefði þurft að skemma grasið eða fínu tugmilljóna slyddujeppadruslurnar sínar við að keyra upp á gangstéttina..
Lýsi ég hér með yfir frati á alla sem búa í Reykjavík, svo mikið er víst að ég, fyrir mitt litla líf, kem ALDREI til með að búa á svona heimskulegum stað þar sem allt virðist snúast um það að hugsa um rassgatið á sjálfum sér... Og þið sem voruð í bílunum á undan okkur Ingunni, þið ættuð að skammast ykkar.. Ykkur þætti eflaust gaman, ef eitthvað henti ykkur, að engum dytti í hug að hjálpa ykkur. Og það er ekki séns að þið hafið ekki tekið eftir manninum.. Skammisti ykkar, vonandi líður ykkur vel með þetta...
Sirrý krotaði klukkan 20:50 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, mars 18, 2004
Sirrý krotaði klukkan 13:56 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, mars 16, 2004
Jæja, þá er það vinnan...
Er semsagt í vinnunni í Ármúlanum..
En ég var alveg búin að gleyma að segja ykkur frá árshátíðinni.. Ekki svo mjög skemmtilegu árshátíðinni verð ég að segja... Maturinn kom seint og hann var ekkert svo rosalega góður.... Hátíðin hófst klukkan 8 og að verða 9 fengum við forréttinn... Hann var vondur! svo klukkan half 11 fengum við aðalréttinn... Hvað er það! Þá var ég orðin svo svöng að ég átti erfitt með mig.. Svo vorum við frá Egilsstöðum svo óheppin að fá borð alveg aftast.. og með alveg aftast á ég við fyrir aftan megnið af þessum 1000 manns sem voru þarna... Og þar af leiðandi sáum við ekki neitt.. Og beint fyrir aftan okkar borð var hátalari sem var svo hátt stilltur að það glumdi í hausnum á okkur...
Samt var einn stór plús við hátíðina... Jón sigurðsson Idol stórstjarna söng nokkur lög... Og það var sko frábært!! Alveg æðislegt!! Hann fór á kostum...
Svo fór ég upp á hótel sögu þar sem ég gisti um nóttina... Ákvað ég að panta mér pizzu... Núna er ég alveg örugglega á svörtum lista hjá Hróa Hetti af því að ég steinsofnaði áður en pizzan kom og gat þar af leiðandi ekki tekið á móti henni... ÚPS!!!
Í kvöld er stefnan tekin á að hanga með Ingunni minni... mikið verður það örugglega magnað.. Og mikið hlakka ég til!
En best að einbeita sér að vinnunni!
Sirrý krotaði klukkan 16:01 af ástúð
+
+ +
mánudagur, mars 15, 2004
Hæ allir...
Er ennþá í borg óttans... Ótrúlega gaman... nema, ég er búin að reyna að ná í Ingunni Bylgju í allan dag og hún svarar mér ekki... Er farin að halda að hún sé að afneita mér.. Mér semsagt leiðist.. nenni ekki að gera neitt.. Er að fara að vinna á morgun og hinn, sem verður vonandi til þess að ég klepra ekki úr leiðindum á meðan brósi minn er að vinna! Bý semsagt hjá Ævari sem er alveg magnað. Ég er samt ekki búin að gera neitt af viti hérna í höfuðborginni.. Gæti allt eins verið heima hjá mér og gert ekki neitt..! er samt að spá í að skella mér jafnvel í bíó í kvöld... E f einhver nennir að koma með mér!
Að lokum langar mig að votta aðstandendum Árna Þórs mína dýpstu samúð.. Hræðilegt slys og góður maður fallinn frá í blóma lífsins.. Þessi dagur er óneitanlega svartur og kaldur..
Sirrý krotaði klukkan 18:03 af ástúð
+
+ +
laugardagur, mars 13, 2004
Er í Reykjavík, er í vinnunni!! Fyndið!
Mætt í vinnuna í Ármúlanum, frábært að fá svona tilbreytingu..
Gerði ekkert í gær, hékk ein heima hjá Ævari bróður og horfði á sjónvarp.. Afslöppun fyrir kvöldið!
En ég er að stelast, heyrumst síðar!
Sirrý krotaði klukkan 09:22 af ástúð
+
+ +
föstudagur, mars 12, 2004
Farin suður...
Bleeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeess....
Sirrý krotaði klukkan 18:15 af ástúð
+
+ +
Ég er að fara til Reykjavíkur! REYKJAVÍKUR! ÉG HEF EKKI FARIÐ TIL REYKJAVÍKUR Í 1 1/2 ár!!!! JIBBÝ!!
Farin að vinna...
Sirrý krotaði klukkan 10:04 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, mars 11, 2004
jæja,
Ég held að Leoncie ætti aðeins að fara að hugsa sinn gang.. Þeir sem horfðu á ísland í bítið í morgun vita eflaust hvers vegna.. En í stuttu máli þá var þetta svona:
Leoncie mætti í viðtal sem fljótlega fór að snúast um það að Jón Ólafsson, Idol undirleikari og sjónvarpsmaður með meiru, hefði reynt að nauðga henni eða eitthvað þvíumlíkt. . Þáttastjórnendur blánuðu og roðnuðu og drifu í því að láta hana syngja eitt lag.. Og ekki tók þá skárra við... Lagið nebblega snerist um Jón Ólafsson og var allt annað en smekklegt.. Sem betur fer voru viðhöfð snör handtök og skipt yfir í auglýsingar mjög snöggt..
Aldrei hefur mér verið sérstaklega illa við þessa konu, en núna verð ég þó að viðurkenna algjöran viðsnúning. Vona ég heitt og innilega að þessari konu verði aldrei hleypt aftur í fjölmiðla. Henni hefur verið tíðrætt um að farið sé svo illa með hana hérna á Íslandi, og ef hún heldur að þetta verði henni til framdráttar, þá skjátlast henni hrapalega..
Ég vona að Jón Ólafsson láti hana heyra það... Eða, kannski ekki, þetta er varla svaravert...
Burt með Leoncie, og fjandinn fjarri mér, ef hún heldur áfram að kalla sig Íslending, þá flyt ég úr landi!
Sirrý krotaði klukkan 15:43 af ástúð
+
+ +
Sirrý krotaði klukkan 10:41 af ástúð
+
+ +
Hæ...
ég er að fara til Reykjavíkur á morgun!!!!!! Get ekki beðið! Er búin að eyða morgninum í að skrifa 5000 minnismiða til að ég gleymi ekki neinu.. Eins og gerist ALLTAF þegar ég fer eitthvert. Eins og þegar ég fór til Akureyrar og gleymdi veskinu mínu! Það var frekar slæmt!
En leikarinn hér til hliðar er fallegasti maður í heiminum (fyrir utan Sigurgeir of course....!). Til að þekkja kauða þurfið þið að kveikja á imbakassanum á slaginu 17.05 alla virka daga, og stilla að sjálfsögðu á Ríkissjónvarpið! Og ef þið getið sagt mér hvað hann heitir, hvern hann leikur í þættinum og hvern hann lék áður, þá ertu lúði............
EINS OG ÉG!!! hahaaaahahahahahahaha
Sirrý krotaði klukkan 09:49 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, mars 10, 2004
Anna Berglind er hetjan mín.... Hún losaði mig við auglýsingaborðann sem var að gera mig nett brjálaða!
Gleði Gleði Gleði.....
Sirrý krotaði klukkan 18:14 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, mars 09, 2004
Ef mér skjátlast ekki er þetta báturinn sem Gummi hennar Sigríðar er á?? Er það rétt hjá mér?
Sirrý krotaði klukkan 15:13 af ástúð
+
+ +
Góðan og blessaðan daginn!
Vinna í dag, ekki í gær! Var lasin í gær, ógeðslega ömurlegt. Samt var gleðidagur, vegna þess að við skötuhjúin vorum að fá okkur bíl.. Og það engan slorbíl, heldur Mercedes Benz ladies and gentlemen! Kominn nokkuð til ára sinna reyndar, en virðulegur fyrir það...! Bláa ökutækinu var snarlega skilað eftir að upp komst að hann var bara ekki lengur til á skrá hjá Umferðarstofu... Og ekki kann það góðri lukku að stýra!
Núna eru bara 3 dagar þangað til ég flýg á vit ævintýranna í henni stórskemmtilegu höfuðborg okkar.. Og öllum vandræðum mínum er reddað..! Sem er alveg frábært! Íris mágkona mín ætlar að taka mig upp á sína arma og passa upp á það að ég mæti á réttum tíma í vinnuna á laugardagsmorgun!
Við skruppum samt á sportbarinn á laugardaginn, sem var alveg ágætt, þangað til að að heimförinni kom. Um helgina vorum við sérdeilis óhamingjusamir "ekkibílaeigendur" svo að ekkert var tryggt í þessum efnunum... Og viti menn: VIÐ SIGURGEIR LÖBBUÐUM HEIM! Alveg frábært!
En komin pása, er farin að mökkreykja..
Sirrý krotaði klukkan 10:03 af ástúð
+
+ +
sunnudagur, mars 07, 2004
Gleymdi að ég get ekki beðið eftir páskunum... Þá koma börnin hans Sigurgeirs.. En hvað ég sakna þeirra mikið....!
Sirrý krotaði klukkan 00:32 af ástúð
+
+ +
laugardagur, mars 06, 2004
Gott kvöld :)
Langar að byrja á að óska henni Sillu til hamingju með sigurinn í Barkanum 2004....
Ég er í helgarfríi þessa helgina! Mikið er það gott......! Um næstu helgi verð ég svo í henni Reykjavík! Það verður vonandi aleg æðislegt! Ég er samt farin að kvíða mjög mikið fyrir... Ég verð nebblega þarna í viku og ég rata EKKERT í Reykjavík. Ævar bróðir verður í útlöndum en ætlar að lána mér íbúðina sína. Takk fyrir það sæti bróðir :) Vandamálið er samt það, að hann á heima í Kópavogi, en ég þarf að mæta í vinnuna niðri í Ármúla kl 9.00 á laugardagsmorgun.... Og ég er að skíta á mig... Langar eiginlega helst að gráta... Ég hef ekki hugmynd hvernig ég á að rata.. :( Ef einhver er svo góðhjartaður þá má hann benda mér á bestu leiðina til að ég haldi geðheilsunni út af þessu öllu saman..
En allavega, ég er semsagt að fara á árshátíð hjá símanum. Mikið vildi ég óska þess að Ragnhildur byggi ennþá í Reykjavík. Hún myndi bjarga mér út úr þessu öllu saman... Eins og venjulega myndi hún vera mér eins og önnur mamma þegar ég þarf á því að halda.. Og fyrst ég er að tala um staðgengilsmömmur má ég til með að minnast á hana Ingu, systur hans pabba. Ef hennar nyti ekki við væri ég sennilega ekki hér. Hún er algert yndi.. Passar upp á litlu frænku sína þegar hún þarf á því að halda. Gæti ekki hugsað mér betri frænku. Takk fyrir það Ingibjörg :)
En nóg um endalausa væmni....
Ef ykkur, gott fólk, er umhugsað um hana litlu Sirrý sem veit ekki neitt, endilega hafið þá samband.... :)
L8ter :)
Sirrý krotaði klukkan 22:39 af ástúð
+
+ +
föstudagur, mars 05, 2004
Allir taka þetta til fyrirmyndar, það er föstudagsheilræðið...!
Sirrý krotaði klukkan 14:50 af ástúð
+
+ +
Ég elska hvað fólk hefur mikið hugmyndaflug... Þetta er tvímælalaust maður vikunnar!
Sirrý krotaði klukkan 14:27 af ástúð
+
+ +
Hvenær kemur að því að konan fær að hvíla í friði? Er ekki komið nóg?
Sirrý krotaði klukkan 14:14 af ástúð
+
+ +
Þetta er með ólíkindum.... Ætli Ruth Reginalds hugsi sig tvisvar um??
Sirrý krotaði klukkan 13:01 af ástúð
+
+ +
Einn góður svona á föstudegi...!
Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana sagði hann:
"Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera?"
"Ja, þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga... og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður!" sagði mamma.
"Það er algjör tímasóun hjá þér" sagði Nonni litli og brosti.
"Af hverju segirðu það" spurði mamma ringluð.
"Af því að alltaf þegar þú ferð í Kringluna á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur"
Sirrý krotaði klukkan 11:31 af ástúð
+
+ +
Jæja...
Eins og glöggir lesendur taka eflaust eftir, er ég búin að standa í smá breytingum á síðunni... Búin að skerpa liti og laga aðeins til.. Og jú, búa til sápuóperuþema! Ég elska sápuóperur! Leiðarljós, Nágrannar, Glæstar vonir.... Þetta er líf mitt!
En hvernig lýst ykkur annars á?
Og svo er smá getraun...
Hvert er fólkið á myndunum efst í horninu vinstra megin og úr hvaða þáttum koma þær???
Sirrý krotaði klukkan 10:04 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, mars 04, 2004

Good. You know your music. You should be able to
work at Championship Vinyl with Rob, Dick and
Barry
Do You Know Your Music (Sorry MTV Generation I Doubt You Can Handle This One)
brought to you by Quizilla
Sirrý krotaði klukkan 17:36 af ástúð
+
+ +
Hahahahahahahahahahahahahahaha! En fyndið!
Sirrý krotaði klukkan 17:00 af ástúð
+
+ +
Jæja, góðan daginn!
Góður dagur í dag.... Ekkert smá magnað veður hérna á Egilsstöðum! Sól og blíða...
Í gær átti Steinunn afmæli og fékk hið langþráða bílpróf. Að sjálfsögðu skellti ég mér með henni á rúntinn og hún stóð sig alveg glimrandi vel stúlkukindin! Svo fór ég í afmæliskaffi upp í blokk og fékk þar aldeilis kræsingar! Þóra Sólveig var þá búin að standa sveitt yfir bakstrinum og töfra fram þessar líka æðislegu kökur! Ég borðaði svo mikið að ég hélt að ég myndi deyja!
Svo í dag á hún Lilja Vigfúsdóttir frænka mín afmæli! Hún er orðin ellefu ára.. Til hamingju með afmælið Lilja!
Og núna er ég mætt í vinnuna... Viðurkenni það fúslega að ég mig var ekki að langa það sérstaklega í þessu ótrúlega veðri! Vonandi er veturinn bara búinn, þó svo að ég hafi ekkert sérstaklega mikla trú á því! Pabbi hans Þrastar segir það samt! En jæja, nóg af bulli í bili..
Bless!
Sirrý krotaði klukkan 15:28 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, mars 03, 2004
Steinunn systir mín á afmæli í dag! Til hamingju með daginn kæra systir og keyrðu svo varlega...
Sirrý krotaði klukkan 13:43 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, mars 02, 2004
Sjáiði rúsínuna :)
Sirrý krotaði klukkan 22:36 af ástúð
+
+ +
mánudagur, mars 01, 2004
Hvað er málið, hver gerir svona lagað???? Já, það er spurningin sem eflaust einhverjir gætu svarað... Förum ekki nánar út í það að svo stöddu!
Sirrý krotaði klukkan 15:01 af ástúð
+
+ +
Sirrý krotaði klukkan 09:48 af ástúð
+
+ +
Annar í Óskar er í dag.....
Eða eitthvað..
Hringadróttinssaga verður að teljast ótvíræður sigurvegari. Enda ekki stætt á öðru.. 11 tilnefningar:11 styttur! Geri aðrir betur!
Mikið var ég samt að vona að
Renee Zellweger myndi ekki vinna, ekki það að hún sé lélegur leikari, alls alls ekki! Heldur er það vegna þess að ég þoli ekki þakkarræðurnar hennar! Hún getur gert mig aldeilis bit!
Billy Crystal fór á kostum sem kynnir þetta árið eins og alltaf þegar hann tekur þetta að sér!
En ég ætla að halda áfram að vinna, blogga á eftir :)
Sirrý krotaði klukkan 09:39 af ástúð
+
+ +