laugardagur, janúar 31, 2004
Góðan og blessaðan!
Komin í vinnuna, geggjað stuð! Það er samt frekar rólegt svona á laugardagsmorgni, ekki margir á fótum greinilega! Eða allavega ekki margir sem þurfa að hringja í símaskrána...!
Ég gerði nú lítið í gær.. Var búin að vinna kl 18.00 og dreif mig þá í BÓNUS til að gera matarinnkaupin.
Svo horfði ég að sjálfsögðu á AMERICAN IDOL á Stöð 2 Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu heimskir Bandaríkjamenn eru.. Þarna mætti fullt af fólki, sem hélt að það væri best í öllum Bandaríkjunum, og saug feitan. Ótrúlegt að hugsa til þess hversu mikill munur er á gæðum í American Idol og Idol-Stjörnuleit. Mér fannst samt Hung, eða hvað það nú var sem hann heitir, algjört yndi! Dansaði eins og engill!
En af milljónum, milljónum manna sem reyndu að komast áfram komust 117??? Hvað er það??? Hlýtur að vera alveg afspyrnulélegt..
Svo finnst mér Ryan kynnir ekki standast samanburð við Simma og Jóa.. Mér finnst hann alveg GLATAÐUR.. Finnst að það ætti í það minnsta að finna annan með honum..
Bandaríkjamenn eru bara og verða glataðir.. Og fyrst ég er að tala um þetta á annað borð þá er Kelly líka glötuð og ömurleg og með óþolandi stjörnustæla.. Eftir að Kurt vann í World-Idol þá rauk hún út án þess að kveðja hvorki kóng né prest.. Óþolandi þegar fólki dettur í hug að fyrst að það er frá Bandaríkjunum þá þurfi ekkert að ræða þetta meir, það muni sigra og þurfi ekkert að leggja á sig! AAAAAARG
En Ruben var samt æði :)
En jæja, best að hætta þessu bulli í bili!
Heyrumst :)
Sirrý krotaði klukkan 09:51 af ástúð
+
+ +
föstudagur, janúar 30, 2004
Hæ aftur...
Ég er eitthvað dofin.. Skil ekki út af hverju... Þetta er ógeðslega skrýtið.. Einhver ógurlegur söknuður búinn að hreiðra um sig í hausnum á mér! Og ég veit ekki hvers ég sakna! WHAAAAAAAAAT!!
Sirrý krotaði klukkan 13:49 af ástúð
+
+ +
Hæ
Ég var að tala við Aðalstein stórbónda í Klausturseli og á Vaðbrekku, sem er einnig svo fjári heppinn að vera svona mikið skildur mér, sem skýrir alla fegurðina...! Og ástæða þess að ég þurfti að heyra í frændanum var sú að ég var að skrá mig og minn ektaherra á þorrablót Jökuldæla- og Hlíðarmanna.. Svo að ég hef ákveðið að slaufa Jónsa fallega.. Eða það held ég allavega! Ég veit svo lítið. Hvað finnst ykkur????!?
En allavega, látið mig vita hvað ykkur finnst. Ég treysti á ykkur :)
Sirrý krotaði klukkan 12:40 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Jæja jæja jæja...
Ný ÁSTÆÐA til að heimsækja móður og elskulega systur á Húsavík!!!!!!! En skemmtilegt! :)
Sirrý krotaði klukkan 21:10 af ástúð
+
+ +
Sæl öll!
Komið að einhverju pistli frá mér...
Ég er að vinna, ótrúlegt en satt... Ég er farin að upplifa mig sem eldgamla konu sem á sér alls ekki neitt líf. Ég get svo svarið það að ég geri bókstaflega aldrei neitt annað en að vinna og vera heima hjá mér. Hversu svakalega sorglegt er það? Ég get nú sjálfri mér um kennt, hringi aldrei í nokkra manneskju og hef aldrei samband við neinn. Nema Öbbu og hún er á AKUREYRI! En núna skal það fara að breytast. Ég er orðin hundleið á þessu hangsi, ég er ekki nema 21 árs gömul! Aftur skal tekið fram að þetta er alfarið mín sök svo að það sé alveg á kristal tæru! Það er enginn að neyða mig til að hanga heima eins og asni!! :)
En þetta var nú leiðinleg saga! :)
En annars er nú ósköp lítið að frétta. Það er hundleiðinlegt veður hér á Egilsstöðum og er búið að vera í allan dag. Gengur á með dimmum éljum svo að ekki sér út úr augum og kuldinn gæti mig hæglega drepið!!
Ég ætla ekki á neitt þorrablót þetta árið, ætla að láta mér nægja að skella mér kannski á árshátíð Símans í Höfuðborg Íslands! Annars á þetta allt eftir að koma í ljós. Svo ertu rúsínuástarbollurnar Í Svörtum Fötum að fara að spila hér sama kvöld og Jökuldælablótið á að vera svo að ég held að ég fari þangað. Ég elska að horfa á Jónsa á sviði svo að ég get ekki sleppt þessum dansleik fyrir neitt í lífinu...
Dreymdi einmitt Jónsa í nótt, nákvæmlega það að hann væri kærastinn minn.. Ég er farin að hræðast þessa grúppíuástarvelludrauma mikið... fer bráðum að hætta að sofa til að losna frá þessum kvölum.. Og þá á ég við kvölunum að vakna upp og fatta að þeir eru ekki kærastarnir mínir :( En ok, ég á kærasta og hann nægir mér alveg og rúmlega það! :)
En jæja, nóg af bulli í bili!
Sirrý krotaði klukkan 16:56 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Sælir dyggu aðdáendur mínir!
Ég er búin að eyða kvöldinu í lestur. Var að lesa Ruth Reginalds bókina, og ég hreinlega gat ekki hætt að lesa fyrr en hún var öll algjörlega búin..! Góð bók, og virkilega margt sem kemur manni á óvart. Mæli hiklaust með henni!
En annars er ekkert að frétta af mér. Er að jafna mig á Akureyrarferðinni smátt og smátt..! Nei nei, hún tók ekkert á, bara grín! Ég er semsagt í góðu skapi núna...
En ég er ekkert að nenna að "blóka" eins og er, þjáist af vinnuleti..! Heyrumst á morgun, þar sem ég verð að vinna frá 9.00 - 22.00 og þarf greinilega að hafa eitthvað að gera!
Sirrý krotaði klukkan 21:24 af ástúð
+
+ +
mánudagur, janúar 26, 2004
Húni frændi hefur bæst í blogg hópinn..... Stay Tuned :)
Sirrý krotaði klukkan 11:44 af ástúð
+
+ +
Jæja,
Komin heim frá Akureyri úr snilldar reisu. Á laugardeginum lék ég mér með og við börnin hennar Sigríðar fram að hádegi. Þá ákváðum við að drífa okkur nú að kíkja á mannlífið í höfuðstaðnum. Brunuðum til Ragnhildar og fjölskyldu þar sem okkar biðu ilmandi vöfflur og kaffi.. Brynjar Leó var í essinu sínu, æðislega hress og agalega glaður að fá gesti! Hreiðar var ekki alveg jafn agalega hress.. Hann hafði semsagt skellt sér á dansleik kvöldið áður og var eitthvað eftir sig :)
Eftir mikla kaffidrykkju og vöffluát var komið að því að skella sér í Bónus og versla í matinn. Skelltum við okkur á kjúklabringur og með því og brunuðum heim til að drífa í eldamennskunni.. Og viti menn, þessi kjúklingur var alveg hreint meiriháttar..
Eftir þetta mikla át var komið að því að gera sig kláran fyrir kvöldið.. Skellti mér í sturtu og svo var stefnan tekin heim til Ragga frænda.. Sátum við þar í smá stund, en ákváðum að skella okkur heldur á kaffihús með Ragnhildi. Drifum okkur á Cafe Amour og sátum þar í alllanga stund, eða þar til tími var kominn til að drífa sig í Sjallann...
Og dömur mínar og herrar, í fyrsta skipti steig ég fæti inn í þetta sögufræga og margrómaða skemmtihús. Og tilfinningin var ólýsanleg! Nei nei, þetta var samt alveg glimrandi fínt. Rosalega margir á dansleik að hlýða á Papana fara á kostum..
Eftir vel heppnaðan dansleik var komið að okkur Öbbu að gera heiðarlega tilraun til að sækja yfirhafnirnar í fatahengið.. Og það var ekki eins einfalt og það hljómar. Þetta var eins og að vera kominn á tónleika með heimsfrægri hljómsveit og að vera svo bjartsýnn að fá stæði allra fremst við sviðið.. Í þessari geðveilu máttum við dúsa í 45 mín. Og hversu ókurteist sumt fólk getur verið verið verður mér að eilífu hulin ráðgáta.. Fullorðnir karlmenn hrópandi og hrindandi ungum stúlkum til og frá eins og ekkert væri sjálfsagðara. En við Abba létum svosem ekki troða mikið á okkur.. hrintum bara og hrópuðum á móti. Loksins komumst við nú að eftir að einhver strákur hjálpaði okkur með því að ýta okkur í sitt stæði. Kann ég honum eilífar þakkir fyrir, hver svo sem hann er :)
Loksins komumst við út og hófum þá gönguna heim. Hún tók enga stund, en þegar við vorum komnar heim vorum við svangar. Söguritari var settur í eldamennskuna og töfraði ég fram dýrindis hamborgara og franskar kartöflur á augabragði! Þessu sskoluðum við niður með nákvæmlega 2 lítrum af Coca cola.. Jú, rétt lesið.. Við drukkum 2 lítra af kóki. Þvílíkur viðbjóður! Samt fyndið! Svo sofnuðum við eins og steinar yfir Friends.
Daginn eftir var komið að heimför. Kysstum og knúsuðum Öbbu og drifum okkur svo af stað. Og mikið var gott að koma heim :)
En eitt enn, haldiði ekki að ég hafi hitt Rúnar Geir frænda minn á dansleiknum! Ótrúlega fyndið!
En jæja, best að einbeita sér að vinnunni.. Heyrumst!
Sirrý krotaði klukkan 10:56 af ástúð
+
+ +
laugardagur, janúar 24, 2004
Góðan daginn allir.....
Já, ég er vöknuð. Og það er eldsnemma..! Börnin hennar Sigríðar Rögnu, þeir Óliver Enok og Aron Ísak, vöknuðu eldhressir og kátir fyrir kl. 8. Aron að sjálfsögðu brosandi! Ég held svei mér þá að hann brosi allan sólarhringinn! Aníta er líka komin á fætur og núna eru þau öll að horfa saman á vídeo...
En hér á Akureyri er vonskuveður, eða allavega kalt og svolítill vindur. Æðislegt..! Í dag er stefnan að heimsækja Röggu og hennar fjölskyldu og að fara á kaffihús..! Hlakka mikið til :)
Ætla að fara að klæða mig, heyrumst :)
Sirrý krotaði klukkan 08:24 af ástúð
+
+ +
föstudagur, janúar 23, 2004
Þá er það komið á hreint.. Ég er að fara til Akureyrar með Tóta frænda og verður lagt af stað að landsleik loknum.. Ég er að springa úr spennu...
Ákvað að deila gleðinni með ykkur..
bæjó!
Sirrý krotaði klukkan 13:12 af ástúð
+
+ +
Jæja..
Núna er ég búin að ákveða mig endanlega... Ég ætla norður og ekkert kjaftæði.. Og núna er ég orðin spennt!
Samt er eitt sem ég hef virkilegar áhyggjur af og það er það að hún Gréta frænka mín hefur ekki skrifað í gestabókina í 4 HEILA DAGA.. Vona að hún sé á lífi og ég heyri frá henni fljótlega..
Blogga í kvöld frá höfuðstað norðurlands...!
Sirrý krotaði klukkan 12:14 af ástúð
+
+ +
Eða....
ÆJJJJJ... Ég veit ekki neitt. Ég get ekki ákvðið mig... Ég er semsagt ekki ákveðin. Æ, ég sé til, veit ekkert....
SigríðurSemGeturEkkiÁkveiðSigHvortHúnÁAðFaraTilAkureyrarEðaEkkiEnHeldurSamtAðHúnÆttiBaraAðHaldaSigHeima kveður í bili.
Sirrý krotaði klukkan 10:15 af ástúð
+
+ +
Ok.. Búin að skipta um skoðun...! AKUREYRI, HERE I COME!!!!
Sirrý krotaði klukkan 10:05 af ástúð
+
+ +
Góðan daginn..!
Er komin í vinnuna, alltof snemma... Já, þú last rétt.. Alltof SNEMMA! Eini ókosturinn við að búa í annars fögrum Fellabænum..! Mér finnst að yfirvöld ættu að koma á rútu þarna á milli a.m.k. 2-3 á dag, bæði fyrir skólakrakka og fyrir fólk eins og mig sem á svo stóran bíl að það ræður sama og ekkert við hann í svona mikilli hálku..!
En það er ennþá spurningin með Akureyri.. Aðalbjörgu tókst ekki fyllilega að sannfæra mig í annars afar fögru og gleðilegu "commenti" Spurning hvort maður ætti ekki að salta þetta í smá tíma. Æ, veit annars ekkert hvað ég á að gera. Ég þarf að gera svo ótal margt, t.d. að fara og hitta pabba minn góða og hans heimilismenn.. Vitiði, ég held að ég geymi þessa ferð þar til ég er í 4 daga fríi. Það er miklu sniðugra. Abba, ekki vera fúl við mig... Ég kem í 4. daga fríinu, ég LOFA!
Núna ætla ég að fara að vinna, heyri í ykkur síðar :)
Sirrý krotaði klukkan 08:44 af ástúð
+
+ +
Hæ...
Ákvað að ráðast í gagngerar breytingar á blogginu... Hvernig lýst ykkur á?? Mér finnst þetta rosalega sætt :)
Allavega.. Læt í mér heyra á morgun úr vinnunni...
Bæjó..
Sirrý krotaði klukkan 00:46 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Jæja, best að blóka...!
Vil byrja á að óska Ofurrollunum hjartanlega til hamingju með 1 árs blogg afmælið. Þið eruð snillingar :) Og Ingunn... Þú ert falleg þó svo að linkurinn sé farinn :)
Næsta mál á dagskrá er spurningin hvort að ég eigi að fara með Tóta frænda til Akureyrar um helgina, hanga með Öbbu og Auði og kíkja á ættingjana, Ragnhildi, Sigríði og þeirra undurfögru fjölskyldur :) Hvað finnst ykkur um það??
Svo er pæling... HVAÐ GENGUR AÐ LÖGREGLUNNI Á EGILSSTÖÐUM!!! Er semsagt í vinnunni og horfi út um gluggann á bíl sem er stopp, með neyðarljósin í gangi, á miðri fagradalsbrautinni. Bifreiðin stoppar að sjálfsögðu alla umferð, svo að allt stendur fast.. Þá kemur lögreglubíll.. En stoppar hann?? ÓNEI!! Keyrir bara framhjá eins og ekkert sé sjálfsagðara. Sennilega eru þeir að flýta sér til að sekta unglingspilta fyrir að pissa á almannafæri..! Það sem skattpeningarnir okkar virðast fara í er að borga löggum fyrir að haga sér heimskulega. Ótrúlegt..
Svo ég útskýri þetta pissudæmi, þá var Guðjón minn litli að pissa fyrir utan Valaskjálf.. um hánótt eftir dansleik.. Lögreglan var mætt á svæðið með sektarblokkina um leið og drengurinn var búinn að renna niður buxnaklaufinni.. Svo daginn eftir var einhver barinn í hausinn með flösku á Kárahnjúkasvæðinu og það tók lögregluna hérna 4 klst að koma sér á vettvang... Spurning um brenglaða forgangsröðun...!
En jæja, er farin í pásu....
Sirrý krotaði klukkan 17:33 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Hæ allir..
Ég er greinilega ótrúlega vitlaus. Búin að tala um það í marga daga að ég hafi ekkert að segja, og gleymi að segja ykkur frá því að ég er að passa lítinn kettling.. Jódís þurfti að bregða sér til höfuðborgarinnar í 10 daga, og fól mér þetta ábyrgðarhlutverk. Kisinn er svaka sætur og ægilega fjörugur. greinilega er það skemmtilegasta sem hann gerir að reyna að gera mig ennþá taugaveiklaðri en ég er fyrir. Ef ég sit í sófanum, þá get ég verið viss um það að hann kemur stökkvandi.. En ég get aldrei verið viss um úr hvaða átt hann kemur! Og þá hrekk ég til og oftar en ekki fylgir þessu öllu saman skrækt öskur sem er að gera minn eðal-mann gEÐVEIKAN svo ekki sé meira sagt..! En við kisi erum samt ógurlegir vinir fyrir utan þetta og oftar en ekki sefur hann uppí hjá okkur...! Æðislega "næs" :)
Annars er það að frétta að börnin eru víst ekki væntanleg um helgina.. Mikill grátur og ekki-gleði sem því fylgir.. en ástæðurnar eru of flóknar til að hægt sé að rekja þær hér...
En allavega, later..!
Sirrý krotaði klukkan 16:40 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Hæ allir...
Ég er í fríi í vinnunni í dag, þannig að ég svaf fram að hádegi. Mikið var það ljúft :) Svo er það skólinn sem tekur við í dag kl. 5. Mikið verður það gaman..
Annars hef ég ósköp lítið að segja, ekkert markvert að gerast í mínu lífi eins og er..
Mig dreymdi samt í nótt að Hanni í Írafár væri kærastinn minn... Hversu sjúkt er það..!
En jæja, læt í mér heyra síðar :)
Sirrý krotaði klukkan 14:32 af ástúð
+
+ +
mánudagur, janúar 19, 2004
Skemmtilegar leiðir til að vera pottþétt óþolandi....!
Stilltu sjónvarpið þannig að allir verði grænir í framan. Segðu að þetta eigi að vera svona.
Heftaðu öll blöð í miðjunni.
Hengdu
þjófavarnarhnappa á föt fólks sem er að kaupa í matinn.
Fáðu lánaðar spennusögur og skrifaðu nafn morðingjanns á fyrstu síðu.
Kallaðu halló til bláókunnugs fólks sem er að labba hinu megin við götuna.
Vertu alltaf í appelsínugulum fötum.
Sestu við barborð og kláraðu allar smáveitingarnar (hnetur, snakk o.f.l.) sem á því eru.
Borgaðu allt með kínveskri smámynt.
Endurtaktu allt sem aðrir segja eins og spurningu.
Labbaðu á milli borða inni á veitingahúsum og biddu fólk að gefa þér grænmetið.
Talaðu við sjálfan þig í strætó.
Hafðu alltaf kveikt á stefnuljósunum á bílnum.
Láttu hundinn þinn heita Hundur.
Spurðu fólk af hvaða kyni það sé.
Eltu einhvern með hreinsilög og þurrkaðu af öllu sem hann/hún snertir.
Ljúgðu þegar fólk spyr þig hvað klukkan er.
Ekki taka jólaljósin niður fyrr en í október.
Hafðu kveikt á þeim allan tímann.
Breyttu nafninu þínu í Jón Aaaaaaaaaaaason og segðu að faðir þinn hafi verið grænlenskur.
Segðu fólki að það eigi að það eigi að bera fram öll a-in.
Stattu við umferðargötu og miðaðu hárblásara að öllum bílum sem aka framhjá.
Nagaðu alla penna og blýanta sem þú færð lánaða.
Syngdu með þegar þú ferð á óperu.
Biddu þjóninn um aukasæti fyrir "ósýnilega" vin þinn.
Spurðu skólafélaga þína dularfullra spurninga og skrifaðu eitthvað í vasabók.
Spilaðu sama lagið 50 sinnum.
Búðu til "dularfulla hringi" í grasið í görðum nágranna þinna.
Segðu upphátt einhverjar tölur þegar afgreiðsufólk er að telja peningana.
Bókaðu þig á fund 31. september.
Bjóddu fullt af fólki í veislu annara.
Sirrý krotaði klukkan 12:18 af ástúð
+
+ +
sunnudagur, janúar 18, 2004
Kvöldið...
Jæja, er að skríða upp úr veikindunum.. Er hitalaus eins og er og ætla að drífa mig í vinnuna í fyrramálið. Vona bara að ég sé ekki að fara of snemma af stað..! Annars er ósköp lítið að frétta. Er búin að liggja eins og skata í sófanum alla helgina, sofa og horfa á imbann milli þess sem ég ét verkjalyf til að reyna að losna við eyrnaverkinn sem er að gera mig geðveika.
En gleðifréttirnar eru þær að börnin eru að koma til okkar um næstu helgi. Mikið verður nú gott að fá þau aftur! Við erum búin að sakna þeirra mikið og getum ekki beðið eftir að fá þau "heim" Þetta verður æðislegt!
Svo erum við náttúrulega að fara til Akureyrar á föstudaginn. Sigurgeir er að fara til læknis út af fingrunum á sér.. Það verður keyrt í einum spretti norður, farið til læknis og brunað svo aftur austur til að taka á móti börnunum :) Æðislegt :)
En má til með að minnast aðeins á hann Kalla minn Idol.. Horfði á endursýninguna aðeinhverjum hluta í morgun og komst þá að því að ég hafði verið algjörlega meðvitundarlaus á föstudagskvöldið.. Enda með 40° hita..! En Kalli var æði.. Algjört æði..! Mikið er ég stolt af því að hafa haldið með honum frá upphafi.. Hann er algjört æði maðurinn.. ALGJÖRT ÆÐI..! En nóg um það.. Ætla að taka eina verkjapillu og fara svo að sofa..
Góða nótt elskurnar :)
Sirrý krotaði klukkan 21:58 af ástúð
+
+ +
laugardagur, janúar 17, 2004
Gleðin hefur tekið öll völd! Kalli Bjarni vann Idolið..! KALLI MINN VANN IDOLIÐ!
Þegar ég sá hann í áheyrnarprufunum, þá sagði ég við alla að þetta væri maðurinn sem myndi sigra þessa keppni...! OG ÉG HAFÐI RÉTT FYRIR MÉR!:)
Ég semsagt lá hérna heima, hálf meðvitundarlaus, að horfa á Idol-stjörnuleit. Ég er semsagt heima núna með hita og kvef.. Var með nærri því 40° hita í gær.. :( Ekki akkúrat aðstæðurnarsem ég hefði óskað mér á þessu gleðikvöldi.. En Sveinbjörn var hérna og huggaði mig og hélt í mér lífinu....
En mikið svakalega var hann Kalli minn flottur í gær... Ég átti ekki til eitt einasta orð.. Þvílíkt stuð og sjarmi :) Ég viðurkenni að ég fór pínu að gráta úr gleði..! Enda ekki annað hægt..!
En núna er best að skríða upp í rúm aftur... Er búin að nota alla mína krafta í þetta blogg..!
Sjáumst :)
p.s. Ragga?? Hvernig gekk á fimmtudaginn??
Sirrý krotaði klukkan 14:39 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Hæ aftur
Ég skora á alla að skoða heimasíðu Símans.. Þvílík snilldar breyting..
Svo fékk ég nýja flíspeysu með nýja merkinu, "ógisslega" flott :)
Brjálað að gera, blogga síðar... :)
Sirrý krotaði klukkan 13:34 af ástúð
+
+ +
Daginn..
Komin í vinnuna, og er á leiðinni á fund í símabúðinni. Ekki laust við að ég sé orðin spennt vegna þess að nú á að fara að breyta öllu í símanum.....! Þetta verður eflaust spennandi.. En þetta skýrist allt eftir klst. eða svo :) Spenna spenna :)
En ég er í mun betra skapi í dag, búin að sofa úr mér geðvonskuna sem tröllreið hér öllu í gærkvöldi.. En anyways.. Er farin á fund að fá að vita allt á undan ykkur..! Tíhí.. :)
See ya :)
Sirrý krotaði klukkan 08:09 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Kvöldið...
Ég er í vondu skapi. Ég er í vinnunni og ég nenni því ekki. Ég nenni ekki neinu. Langar bara heim að rotna. En ekkert við því að gera, verð að vera hér til 23.00 hvort sem mér líkar betur aða verr.
Hafiði samt einhvern tíma spáð í því hversu leiðinlegt er að vera í vondu skapi þegar maður vinnur á 118? Alltaf að passa sig á því að hvæsa ekki á viðskiptavinina. Einmitt hluti pirrs míns er sá að það sögðu alltaf allir "ha?" En nei, heimska ég var með "heddsettið" stillt svo heimskulega, að ef ég hefði verið að tala með naflanum, þá hefði það kannski virkað..! Heimska heimska Sigríður...
En það er allt að batna núna, ég er að taka gleði mína á ný...!
NEI...!!!! Heimska heimska heimska heimskasta ég.. fór allt í einu að hugsa um það að ég verð að vinna á föstudagskvöldið, Idol kvöldið sjálft. Ég gæti grátið :( Ég allavega tek ekki gleði mína neitt á næstunni... Best að fara bara að gráta :(
Bless....
Sirrý krotaði klukkan 18:49 af ástúð
+
+ +
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Sæl öll...
Langar að benda ykkur á sennilega fyndnasta, allavega tilgangslausasta leik í heimi..! Límónaðisölustandsleikurinn...! Þið VERÐIÐ að prófa, og láta mig svo vita hvernig ykkur gekk..!
Eitt próf að lokum :)

Your Eyes Rule You. You highly value the things
that are beautiful. You enjoy being aritistic
and creative; you also value those qualities in
others. You'd like to be more adventurous and
risk-taking, but you'd rather be cautious and
check things out first.
What Is Your Dominant Body Part?
brought to you by Quizilla
Sirrý krotaði klukkan 12:00 af ástúð
+
+ +
mánudagur, janúar 12, 2004
Kvöldið..
Er í vinnunni núna, ótrúlega skemmtilegt! Það er samt alltaf svoleiðis, að þegar maður er búinn að vera í helgarfríi (eins og ég núna), þá er alltaf jafn leiðinlegt að fara aftur að vinna!
Annars er það að frétta að það er ekkert að frétta! Ég er svo andlaus eitthvað að ég veit ekkert hvað ég á að segja! Það er engu líkara en börnin hafi farið með sálina úr mér með sér, svei mér þá..!
En jú, haldiði ekki að ég óheppna sé að vinna á föstudagskvöldið... ÞEGAR ÚRSLITAKVÖLDIÐ ER Í IDOLINU..! Dó næstum þegar ég fattaði það.. Þannig að, ég ætla að láta taka það upp fyrir mig, og ef einhver.. EINHVER segir mér úrslitin, getur sá hinn sami gert ráðstafanir um að panta sér kistu og kirkjugarðspláss strax því hann mun verða líflátinn. Svo mörg voru þau orð..!
En jæja, later..!
Sirrý krotaði klukkan 19:56 af ástúð
+
+ +
sunnudagur, janúar 11, 2004
Hæ..
Jæja, þá erum við skötuhjúin orðin tvö ein eftir í kotinu. Fórum með Hrafnkel á flugvöllinn í hádeginu og ég er ekki frá því að þó nokkur tár hafi glitrað á hvarmi :( En svona er lífið.. Hef lítið að segja akkúrat eins og er, blogga meira á morgun..
Bæjó í bili...
Sirrý krotaði klukkan 23:24 af ástúð
+
+ +
Ég er að deyja úr harmi.... Hrafnkell rúsínan mín er að fara á morgun.. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að. Þetta verður svo skrítið og asnalegt að ég á ekki til orð.. Ég er alltaf að komast að því betur og betur að ég elska börnin hans Sigurgeirs SVO mikið. Bryndís er svo mikið krútt og svo elskuleg að ég er búin að sakna hennar hrikalega alveg síðan hún fór. Og Hrafnkell, hann er algjör rúsína.. Svo góður og elskulegur. Sniff sniff... Börn eru svo yndisleg. Ef einhvern vantar barnapíu þá skal ég glöð taka það að mér...! Sjálf ætla ég samt að bíða svolítið þar til farið verður að unga út... Æ, það finnst öllum örugglega svo leiðinlegt að lesa þetta, en tilgangur þessa bloggs er að allir viti hvað ég er að hugsa og núna er það ekkert annað en þetta.
En jæja, best að fara að sofa, ef ég get það þá fyrir sorg...
bæjó :(
Sirrý krotaði klukkan 00:05 af ástúð
+
+ +
laugardagur, janúar 10, 2004
Kvöldið...
ÉG ER BRJÁLUÐ...! ALGJÖRLEGA TRYLLT! Senda Ardísi heim..! Hvað í ósköpunum er málið...?? Rollan átti að fara og ekki orð um það meir.. Ég er svo bitur að það skyggir skuggalega á gleðina yfir að Kalli og Jón væru öruggir.. Ég veit ekki með ykkur, en þetta fannst mér too much.. Rollan hefði klárlega geta sungið með rassgatinu en samt komist áfram.. Greinilegt að það búa fleiri á Akureyri en á Blönduósi...
Bless í bili...
Sirrý krotaði klukkan 00:05 af ástúð
+
+ +
föstudagur, janúar 09, 2004

Reincarnation: You are nice enough to go to heaven,
but Earth won't be as fun without you. As a
real optimist and lighthearted person, you
always see the good in things. People probably
respect you for your wonderful personality and
love for life. People like you make the world a
happier place (please rate my quiz)
**Where will you go when you die?**(now with pics)
brought to you by Quizilla
Sirrý krotaði klukkan 09:59 af ástúð
+
+ +
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Kvöldið......
Bryndís er farin :( Grát grát.. Hún fór suður í morgun, keyrandi með ömmu sinni.. Þvílík sorg :( En Hrafnkell minn er hérna ennþá alveg eins og engill. En hvað það er skrítið að hafa bara annað barnið, otrulega asnalegt...
Við Hrafnkell vorum tvö heima í dag, æðislega rólegt og indælt... Dormuðum í sófanum fram að hádegi, drösluðumst svo á lappir til að borða og til að vaska upp, sem er nýja æðið hans :)
Svo um 3 leytið kom Guðrún systir í heimsókn til að bragða á gerbollunum sem við Hrafnkell töfruðum fram á mettíma í dag :) Um hálf 5 bjuggum við okkur í mikla svaðilför í allri satans hálkunni.. Og það var aldeilis ferðalag. Við löbbuðum semsagt í leikskólann í Fellabæ til að sækja Ástu Evlalíu og Guðjón Erni. Það tók okkur 20 mín að labba þangað, 15 mín að gera börnin klár, og 30 mín að labba heim!! Það var semsagt gengið á hraða snigilsins, runnið á rassinn, snúið við til að velja betri leiðir og nefndu það bara.. ótrúleg ævintýraför..!
En núna er að koma háttatími á barnið, heyrumst sem fyrst :)
Bæjó :)
Sirrý krotaði klukkan 20:52 af ástúð
+
+ +
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Skamm skamm Sigríður... :(
Ég hef ekki bloggað í marga marga daga :( En ég er samt búin að gera eitthvað..! Myndasíðan mín er orðin virk...! Þar má sjá geggjaðar myndir síðan á gamlárskvöld.. Ekkert smá miklar gleðimyndir. Kíkið endilega :)
En bloggleysið mikla er algjörlega Kalla að kenna.. eða sko, ég er milljón sinnum búin að setjast fyrir framan tölvuna til að blogga.. Sest niður, opna bloggsíðuna mína og ætla að fara beint í að opna bloggerinn, en lendi þá alltaf í því að smella á linkinn á Kalla Idol og horfa á það í svona klukkutíma... Og þá nenni ég ekki meir..!
Stefni á að læsa öllum dyrum, loka gluggum, slíta símann úr sambandi og henda gemsanum í fljótið svo enginn geti truflað mig á föstudagskvöldið kemur.. Og ef Kalli dettur út þá dey ég... Hann VERÐUR að vinna....
En jæja, best að vinna :)
Sirrý krotaði klukkan 13:05 af ástúð
+
+ +
laugardagur, janúar 03, 2004
Gott kvöld allir...
Rita hér fáein orð til allra þeirra sem eru staddir akkúrat núna í fjölskylduboði hjá Grétu frænku í Smárahvamminum. Mikið afskaplega fer lítið fyrir því að ég nenni að vera að vinna núna.. Vildi miklu frekar vera þarna og taka þátt í gleðinni... :( En maður getur ekki bæði gert það sem manni langar og fengið laun um hver mánaðarmót :)
En nóg um það, Íslendingar eru einstaklega rólegir þetta laugardagskveldið.. Það er ekkert að gera svo að ég hef nægan tíma til að leika mér á internetinu.. Nenni því samt ekki, af því að mig langar svo að spila.... Ekki að það komi þessu máli neitt við...!
En allavega, góða skemmtun og ekki éta yfir ykkur...
Svo væri nú ekki leiðinlegt að allir myndu skrifa í gestabókina........!!!!
Bæjó :)
Sirrý krotaði klukkan 19:40 af ástúð
+
+ +
Kvöldið... :)
Ég styrktist í kvöld í trú minni um það að það er bara einn sem á skilið að standa uppi sem sigurvegari í IDOL-stjörnuleit og það er hann Kalli... Mikið rosalega söng hann vel í kvöld... Hann var svo afslappaður og hress að það hálfa hefði verið nóg...! Ég bókstaflega elska hann... Var ekki nógu ánægð samt með að Tinna skildi send heim.. Anna Katrín átti klárlega að fara og þó fyrr hefði verið. Hún er alltaf eins og fer endalaust í taugarnar á mér.. Finnst hún ekkert hafa í þetta að gera... Sorry :$ Ekki misskilja mig samt, hún syngur vel, bara ekki nógu vel...
En allavega, ég kaus Kalla og skammast mín ekkert fyrir það....!
Áfram Kalli :)
P.s. tekið skal fram að þetta er alfarið mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðun annarra...! Nei, í alvöru, ég geri mér fulla grein fyrir að það eru mér ekki allir sammála, en verum samt öll vinir :)
Sirrý krotaði klukkan 00:23 af ástúð
+
+ +
föstudagur, janúar 02, 2004
Góðan daginn allir og gleðilegt ár :)
Mikið svakalega var gaman á dansleik á gamlárskvöld.. Danshljómsveit Friðjóns kom alveg alveg virkilega á óvart með góðu prógrammi og þvílíkri stemmingu.. þá er líka svo gaman að hitta alla sem maður hittir aldrei....! þetta var alger snilld.
Gamlárskvöldi eyddi ég é faðmi unnustans heima hjá Helenu, Benna og Hirti. Þar voru líka tengdapabbi og Íris. Þar borðuðum við dýrindis hamborgarhrygg og tilheyrandi meðlæti á meðan beðið var eftir brennu. Þegar komið var að því að fara, var veðrið svo ógeðslegt að við ákváðum að vera bara heima og horfa á herlegheitin út um gluggann..
Flugeldasýningin var alveg frábær í ár... Greinilega engu til sparað þó svo að ekki liti vel út með veður.. En rétt á meðan flugeldasýningin var ákvað Hann að lægja.. þvílík snilld..
Svo var komið að því að drulla sér á dansleik.. Eins og oft vill vera á gamlárskvöld þá eru ekki margir í þannig ástandi að geta ekið bíl, svo ég bjó mig út fyrir mikla göngu... eða, eins vel og ég gat..! En, Nökkvi, þessi elska kom og bjargaði okkur frá bráðum dauðdaga, og skutlaði okkur á ball :)
Heim komum við hjúin klukkan 5.00 um nóttina eftir vel heppnað og gleðilegt kvöld :)
Er í vinnunni núna, vinna til 20.00 og svo er það að sjálfsögðu IDOL í kvöld. ÁFRAM KALLI...!!
Læt í mér heyra í kvöld...!
bæjó í bili :)
Ekki gleyma að skrifa eitthvað fallegt til mín :)
Sirrý krotaði klukkan 15:38 af ástúð
+
+ +